Taktu stjórn

Floti er ætlaður stjórnendum sem reka bílaflota og hyggjast ná fram hagræðingu í rekstri og bættri þjónustu við viðskiptavini með markvissri flotastýringu. Floti innifelur verkferla sem stuðla að réttu þjónustustigi með sem lægstum tilkostnaði.

Meðal kosta Flota eru: Lægri rekstrarkostnaður, hagræðing, bætt þjónusta og vistvænn ábyrgur akstur.

Innskráning bílstjóra á bíl

Vissir þú að nú geta allir notendur Flota nýtt sér innskráningu bílstjóra á bíl?
Það sem meira er, núna skiptir engu máli hvernig bíl eða tæki þú ert að nota, það er nóg að vera með Flota.
Smelltu á merkið og fáðu að vita meira.

Vörur og lausnir Hagræðing í rekstri og bætt þjónusta

Það er auðvelt að taka Flota í notkun í hæfilegum skrefum. Verðlagning miðast við fjölda farartækja og virkni. Floti býður meðal annars upp á verkúthlutun til ökumanna, eftirlit með framvindu verka, netpósti í bílinn, viðkomuvöktun, aksturslagsgreiningu og viðhaldsvöktun.

Lægri rekstrarkostnaður

Reynsla viðskiptavina Flota sýnir að markvisst eftirlit með aksturslagi, lausagangi og olíunotkun, ásamt viðhaldsvöktun skili sér í verulegri lækkun rekstrarkostnaðar.

Hagræðing og bætt þjónusta

Með rauntíma flotastjórnun og samskiptalausn í bílum ásamt útkeyrslustjórnun (dispatching) hefur fyrirtækjum tekist að ná meiri afköstum, betri nýtingu og bættu þjónustustigi.

Vistvænn akstur

Floti getur gegnt veigamiklu hlutverki þegar unnið er að því að gera bílaflotann vistvænan. Í viðhaldskerfinu er lögð áhersla á fyrirbyggjandi viðhald sem stuðlar að betri olíunýtingu og dregur úr mengun.

vitnisburður Umsagnir viðskiptavina

Floti frá Trackwell hefur nýst okkur mjög vel í nýtingu á bílaflota okkar þar sem allt snýst um að koma vörum á sem skemmstum tíma út til viðskiptavina Mjólkursamsölunnar.
Þjónustan hjá Trackwell er einnig til fyrirmyndar, öll vandamál eru leyst mjög fljótt.

Mjólkursamsalan

Ferilvöktun og utanumhald með Flota hefur reynst Umhverfis- og Skipulagssviði Reykjavíkurborgar gríðarvel í að halda utan um stóran flota borgarinnar sem sinnir rekstri og viðhaldi borgarlandsins. Sérstaklega horfum við til eldsneytisnotkunar, viðhalds og svo öryggis.

Reykjavíkurborg

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Takk fyrir þátttökuna

Kæru Flota notendur, við þökkum kærlega fyrir þátttökuna í þjónustukönnuninni sem nú er lokið. Nú er verið að vinna úr niðurstöðunum en markmiðið með þessari könnun er fá álit ykkar notenda á hvernig við stöndum okkur og hvernig við getum bætt þjónustuna og kerfið í...

read more