Flotastýring

Hagræðing í rekstri og betri þjónusta

Floti er fyrir fyrirtæki sem reka bílaflota af öllum stærðum og gerðum og hyggjast ná fram hagræðingu í rekstri og bættri þjónustu við viðskiptavini, með markvissri flotastýringu. Floti innifelur verkferla sem stuðla að réttu þjónustustigi með sem lægstum tilkostnaði.

 Floti býður meðal annars upp á eftirfarandi þjónustu:

  • Rauntímaupplýsingar
  • Aksturssaga og stopp
  • Viðhaldsvöktun
  • Kælivöktun
  • Mælaborð og notkunarskýrslur
  • Ökurita aflestur 

Verðlagning miðast við fjölda farartækja og virkni. Fyrir allar nánari upplýsingar og tilboð er best að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á floti@trackwell.com eða hringja í síma: 5100 600 

Taktu stjórn, með Flota.

Bættu nýtingu og lækkaðu rekstrarkostnað bílaflotans

Floti er íslenskt flotastýringarkerfi fyrir ökutæki og vinnuvélar, hentar fyrirtækjum
sem reka bílaflota af öllum stærðum og gerðum.

UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA

Hér hjá skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg eru um 100 bílar og mikilvægt að hafa góða yfirsýn. Við þurftum að auka yfirsýnina, geta stýrt og fylgst með hvort allir væru á réttum stað á réttum tíma. Hjá okkur skiptir máli að hafa þessa rauntímastjórnun, þar sem markmið okkar er að auka afköst og bæta þjónustustigið við borgarbúa

Atli Marel Vokes

Deildarstjóri á hverfastöðinni Njarðargötu, Reykjavíkurborg

Við þurftum betra yfirlit. Hjá okkur er þetta keðja sem aldrei má rofna. Gæðin skipta öllu máli og til að mæta auknum kröfum þurfti að bæta við flotastýringarkerfi. Það skiptir öllu máli að hafa nákvæmt yfirlit yfir bílana okkar hverju sinni, nákvæmni skiptir mál

Halldór Ingi Steinsson

Dreifingarstjóri, Mjólkursamsalan

Við höfum notað ferilvöktunarbúnað mjög lengi en ákváðum að skipta yfir í Flota fyrir um hálfu ári. Hér er búnaðurinn frá ykkur notaður á hverjum degi. Við erum mjög sátt við gæði ferlanna. Þeir virðast vera nákvæmari en það sem við vorum með áður. Þetta bara virkar, við erum ánægð.

 

Gunnar Örn Erlingsson

Framkvæmdarstjóri, Hreinsitækni

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by