united-kingdom

Persónuvernd

Hvað með persónuvernd?

Fyrirtækjum er almennt heimilt að vakta ferðir bíla sinna á vinnutíma starfsmanna sé það gert til að ná fram skýru og lögmætu markmiði, t.a.m. að bæta skipulag og skilvirkni, auka þjónustugæði, öryggi eða lækka rekstrarkostnað svo eitthvað sé nefnt.

Sérstök tilkynning til Persónuverndar á vöktun af þessu tæki er óþörf en þó er mikilvægt að öllum hlutaðeigandi starfsmönnum fyrirtækisins sé tilkynnt um vöktunina með góðum fyrirvara og með skýrum hætti. Algengt er að það sé gert á starfsmannafundi eða með tölvupósti. Persónuvernd fer ekki fram á skriflegt samþykki bílstjóra.

Rétt er að taka fram að vöktun með leynd er óheimil.

Eðlilega eru skýr skil á vinnutíma og frítíma bílstjóra og fyrirtækjum ekki heimilt að vakta ferðir bíla sinna utan vinnutíma ef starfsmenn hafa af þeim frjáls afnot utan vinnu. Því er mikilvægt að beðið sé um að vöktun sé ekki virk á skilgreindum frítíma.

Bættu nýtingu og lækkaðu rekstrarkostnað bílaflotans

Floti býður meðal annars upp á viðkomuvöktun, aksturslagsgreiningu og viðhaldsvöktun.Verðlagning miðast við fjölda farartækja og virkni. Taktu stjórn, með Flota. Floti er fyrir fyrirtæki sem reka bílaflota af öllum stærðum og gerðum og hyggjast ná fram hagræðingu í rekstri og bættri þjónustu við viðskiptavini, með markvissri flotastýringu. Floti innifelur verkferla sem stuðla að réttu þjónustustigi með sem lægstum tilkostnaði.

Floti er íslenskt flotastýringarkerfi fyrir ökutæki og vinnuvélar, hentar fyrirtækjum sem reka bílaflota af öllum stærðum og gerðum.

Hafðu samband

Product by