Floti er ætlaður stjórnendum sem reka bílaflota og hyggjast ná fram hagræðingu í rekstri og bættri þjónustu við viðskiptavini með markvissri flotastýringu. Floti innifelur verkferla sem stuðla að réttu þjónustustigi með sem lægstum tilkostnaði.
Það er auðvelt að taka Flota í notkun hæfilegum skrefum. Verðlagning miðast við fjölda farartækja og virkni. Floti býður meðal annars upp á verkúthlutun til ökumanna, eftirlit með framvindu verka, viðkomuvöktun, aksturslagsgreiningu og viðhaldsvöktun.
Reynsla viðskiptavina Flota sýnir að markvisst eftirlit með aksturslagi, lausagangi og olíunotkun, ásamt viðhaldsvöktun, skili sér í verulegri lækkun rekstrarkosntaðar.
Dæmigerður sparnaður: Olíusparnaður, færri km eknir og betra yfirlit varðandi fyrirbyggjandi viðhald
Með rauntíma flotastjórnun og samskiptalausn í bílum ásamt útkeyrslustjórnun (dispatching) hefur fyrirtækjum tekist að ná meiri afköstum, betri nýtingu og bættu þjónustustigi.
Dæmigerður árangur: Meiri afköst, áreiðanlegri þjónusta og betri nýting fastafjármuna
Floti getur gegnt veigamiklu hlutverki þegar unnið er að því að gera bílaflotann vistvænan. Í viðhaldskerfinu er lögð áhersla á fyrirbyggjandi viðhald sem stuðlar að betri olíunýtingu og dregur úr mengun.
Dæmigerður ávinningur: Minni mengun, fækkun umferðaóhappa, bætt ímynd í umferðinni