Eitt af fyrirtækjunum sem nota Flota til stýringar á sínum bílaflota er Mjókursamsalan.
Við fórum í höfuðstöðvarnar á Bitruhálsi og hittum Halldór Inga Steinsson dreifingarstjóra.
Mjólkursamsalan er flestum Íslendingum vel kunn en auk fyrirtækið rekur fimm framleiðslustöðvar; í Reykjavík, Búðardal, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.

Hvað varð til þess að þið fóruð að leita að flotastýringarkerfi?
„Við þurftum betra yfirlit. Hjá okkur er þetta keðja sem aldrei má rofna. Gæðin skipta öllu máli og til að mæta auknum kröfum þurfti að bæta við flotastýringarkerfi. Það skiptir öllu máli að hafa nákvæmt yfirlit yfir bílana okkar hverju sinni, nákvæmni skiptir máli.“

Hvernig hefur reynslan verið af Flota?
„Hún hefur verið mjög góð, breytti miklu hjá okkur varðandi alla yfirsýn. Viðmótið er gott og ferillinn líka. Auðvelt er að vinna sig niður á tiltekna bíla. Það skiptir mjög miklu máli þegar bílar eru á erfiðum stöðum, sérstaklega á veturna. Þá tikkar bíllinn inn í Flota á nokkurra sekúndna fresti og við getum skoðað vefmyndavélar í kerfinu, sem þýðir að við getum strax brugðist við ef eitthvað kemur upp á. Nákvæmni í staðsetningum skiptir okkur miklu máli.“

Hvernig notið þið kerfið?
„Ég er að nota rauntímakortið og söguna mest. Núna undanfarið höfum við einnig verið að vinna meira með viðhaldsvöktunina. Þetta er stór vinnustaður og við erum með ansi mörg ökutæki og það hjálpar að skrá niður hvað er fram undan í viðhaldi og hvað hefur verið gert. Þá eru allar upplýsingar aðgengilegar á einum stað.“

Hvað hefur breyst eftir að þið tókuð Flota í notkun?
„Fyrst og fremst yfirsýnin á útkeyrslunni, yfirsýn á millibúaflutningum og mjólkursöfnun. Við vitum hvar bílarnir okkar eru og hvenær við eigum von á þeim. Okkar fólk er ekki alltaf í símasambandi en við verðum að hafa yfirlit. Hjá okkur snýst þetta mikið um hraða, að allt gangi smurt. Þá er gott að geta stuðst við kerfið og séð stöðuna strax. Skilvirkni hefur aukist, yfirlitið sömuleiðis og að stoppið sé sem minnst og hraðinn passlegur.“

Eitthvað að lokum?
„Þetta er keðja, allt frá því að mjólkin er sótt til bænda og varan er komin í verslanir. Keðja sem aldrei má rofna og við sjáum þetta allt í rauntína. Ef upp koma dæmi um að eitthvað sé ekki í lagi, , þá getum við rakið okkur til baka og séð hvar vandamálið liggur. Þetta er allt geymt og við getum tekið stöðuna hvar og hvenær sem er. Þetta bara virkar, ég get hrósað Trackwell fyrir gott viðmót. Viðmótið er jákvætt og það er gengið í að leysa úr málunum ef eitthvað er. Það hefur aldrei verið neitt vandamál.“

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by