Hreinsitækni ehf. er leiðandi fyrirtæki á sviði hreinsunar á gatnakerfum og gönguleiðum. Helstu viðskiptavinir Hreinsitækni eru sveitarfélög og ríkisstofnanir, auk stærri fyrirtækja og húsfélaga, enda er fyrirtækið fremst í flokki hvað varðar stærri hreinsunarverkefni. Hjá fyrirtækinu er mikil áhersla lögð á umhverfismál og er umhverfisstefna ávallt höfð að leiðarljósi við rekstur fyrirtækisins, bæði í efnisvali og með því að nota alltaf vandaðasta búnað sem býðst hverju sinni.

Við hittum Gunnar Örn Erlingsson framkvæmdastjóra og Svein Aðalstein Bjarnason yfirverkstjóra í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Stórhöfða.

Hvað hafið þið notað Flota lengi?

Gunnar: Við höfum notað ferilvöktunarbúnað mjög lengi en ákváðum að skipta yfir í Flota fyrir um hálfu ári. Hér er búnaðurinn frá ykkur notaður á hverjum degi.

Við erum mjög sátt við gæði ferlanna. Þeir virðast vera nákvæmari en það sem við vorum með áður. Þetta bara virkar, svo við erum ánægð.

Hvernig eru helstu verkefnin hjá ykkur?

Gunnar: Það er mjög árstíðarbundið. Það hægist aðeins um þegar það fer að frysta. Þá eru ekki götusópanir en í staðinn koma inn önnur verkefni. Núna var til dæmis langur vetur en strax í byrjun apríl varð sprenging í verkum. Þá koma sveitarfélögin og vegagerðin, og allir vilja láta taka til eftir veturinn, sópa og koma öllu í stand. Þá er mikil pressa og mikið at svo við verðum að hafa flotastýringarkerfið í lagi.

Sveinn: Við förum í hverja einustu húsagötu í Reykjavík og þær geta verið mjög misjafnar. Sumar eru þröngar og oft er erfitt að komast um. Okkar menn hafa mikla reynslu en það getur komið sér vel að hafa þessa góðu yfirsýn í Flota, til dæmis ef inn koma tilkynningar um tjón eða annað. Við vitum hvar bílarnir okkar eru og getum nálgast ferilinn. Allt uppi á borðum.

Hvernig notið þið Flota helst?

Sveinn: Það hjálpar okkur mikið að geta tekið út hvar hver og einn er staðsettur hverju sinni. Við þurfum að hafa yfirsýn yfir bíla og tæki og sjá hver raunstaðan er á hverjum tíma, hvenær er von á bíl og annað í þeim dúr. Ef það koma inn símtöl, til dæmis varðandi það að gata hafi ekki verið sópuð, þá getum við tekið það út og sjáum strax hvort það er rétt og getum bætt úr því ef satt reynist.

Gunnar: Við erum mikið á ferðinni. Þegar öll tæki eru úti í einu erum við kannski með um 70 bíla og tæki í gangi samtímis. Þá er eins gott að yfirsýnin og skipulagið sé í lagi.

Hafið þið orðið vör við aukna hagræðingu?

Gunnar: Þetta snýst allt um að fækka handtökum, allt frá innstimplun yfir í það að fólk er komið út að sinna verkefnum fyrir viðskiptavini. Það er hægt að breyta verklagi og nýta tímann betur.

Við erum fyrst og fremst að fylgjast með tímum sem skráðir eru á verk. Við vinnum mikið af verkum sem fara í gegnum útboð, eins og til dæmis í sópun, en einnig erum við að vinna verk sem eru útseld í tímavinnu. Það er fljótt að telja ef við erum með rangar skráningar svo það skiptir öllu að þær séu réttar

Hvað með þjónustuna, hvernig er hún?

Sveinn: Hún er góð. Það er alltaf svarað í símann og ef eitthvað er, þá er gengið í málið og lagfært eða útskýrt.

Mælið þið með Flota eða Tímon.

Gunnar: Já, sérstaklega Flota. Það er ekki spurning. Tímon virkar vel en við þurfum að nota það meira. Við notum Flota mjög mikið en gætum bætt tengingar okkar megin á milli Tímon og fjárhagsbókhaldsins. Hjá okkur starfa 56 starfsmenn, í Reykjavík, á Akureyri og Egilstöðum, og það stimpla sig allir inn í gengum Tímon sem er breyting frá því sem áður var.

Hvernig gekk innleiðingin á Flota og Tímon.

Gunnar: Innleiðingin á Flota gekk mjög vel. Við þekktum umhverfið frá fyrri tíð svo það gekk vel að koma öllu upp og setja í gang. Við erum enn að komast almennilega af stað með Tímon, en þjónustan er góð.

Sveinn: Þegar við tókum kerfin upp var mikilvægt að upplýsa okkar fólk um hvað stæði til og þær breytingar sem innleiðingin hefði í för með sér.

Menn höfðu efasemdir um þetta í fyrstu, sérstaklega hvað varðar Tímon, enda búnir að vera lengi með sama verklagið, en það var bara í upphafi og núna er mikil ánægja með kerfið.

Gunnar: Starfsmenn hafa aldrei haft eins góða yfirsýn yfir tímana sína. Við höfum fengið ráðgjöf varðandi kerfið og getum bætt notkunina enn frekar.

Hver er furðulegasta uppákoman sem þið hafið lent í?

Sveinn: Helgarnar í miðbænum geta verið skrautlegar. Við erum oft mjög snemma á ferðinni og hittum stundum fólk sem er enn að skemmta sér niðri í bæ. Við skemmum aðeins stemminguna með því að vera að koma að þrífa og það er stundum ansi skrautlegt. Tækjum hefur verið stolið og fólk hefur klifrað upp á bíla. Eins höfum við þurft að kæla örg vöðvabúnt niður með vatnsgusu. Við erum ýmsu vön.

Viltu vita meira um Flota? Heyrðu í Guðjóni, hann þekkið kerfið manna best:floti@trackwell.comeða sími 5100 600.

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Ertu með tilvísun?

Þjónusta er okkur hjá Trackwell hugleikin, Guðjón, viðskiptastjóri Flotastýringarlausna og maðurinn sem veit allt um Flota skrifar: Flest fyrirtæki byggja á ábendingum og góðu umtali núverandi viðskiptavina. Þessar ábendingar geta orðið grunnur fjölda nýrra...

read more