Það er gaman að segja frá viðskiptavinum okkar en eitt af fyrirtækjunum sem notar Flota í sinni starfsemi er Kerfi.
Kerfi er fjölskyldurekið fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á vandaða og persónulega þjónustu til viðskiptavina sinna, ásamt því að fylgjast vel með framþróun og vera samkeppnishæft á markaði. Kerfi býður upp á vatns- og kaffivélar til leigu, auk þjónustunnar í kringum vélarnar.

Við hittum Sigurð R. Guðmundsson framkvæmdarstjóra yfir góðum kaffibolla í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Selhellu í Hafnarfirði.

Hvað varð til þess að þið fóruð að leita að flotastýringarkerfi?

Við fáum mikið af símtölum og fyrirspurnum eftir þjónustu þar sem þarf að bregðast hratt og vel við. Við erum með okkar fólk á ferðinni yfir daginn að þjónusta viðskiptavini en alltaf getur komið upp sú staða að þjónustu vantar strax. Áður fyrr þurfti ég kannski að hringja mörg símtöl til að kanna hvort eitthvað af mínu fólki væri nálægt til að geta brugðist við en núna hef ég yfirlit yfir stöðuna.
Þetta er mikill tímasparnaður fyrir okkur og við getum svarað okkar viðskipavinum hratt og vel.
Við skoðuðum nokkur kerfi, meðal annars erlend kerfi, áður en við völdum Flota.

Af hverju varð Floti fyrir valinu?

Við skoðuðum nokkur erlend kerfi en heyrðum svo í Guðjóni hjá Flota til að kanna hvað Floti hefði fram yfir hefðbundnar erlendar útgáfur. Það sem gerði svo útslagið fyrir okkur var verðið. Mér fannst þetta ekki dýrt, sérstaklega fyrir okkur sem vildum vera á þjónustusamningi.

Hvernig notið þið kerfið?

Við notum rauntímakerfið mest. Við skipuleggjum daginn og ferðirnar og það veitir ákveðið aðhald og eykur yfirsýnina að vita stöðuna nákvæmlega hverju sinni.

Hvað hefur breyst eftir að þið tókuð Flota í notkun?

Það veitir betri yfirsýn yfir dreifikerfið okkar og flýtir fyrir allri afgreiðslu. Það skiptir öllu máli að geta brugðist hratt og vel við ef eitthvað kemur upp á og þá verðum við að vita stöðuna á okkar fólki. Það er bara þannig að þegar fyrirtæki eru með bilaða kaffivél þá vill fólk að hún komist sem fyrst í lag. Við vitum hvað gott kaffi skiptir miklu máli og þá er gaman að geta brugðist hratt við og jafnvel segja einhverjum sem er á ferðinni að bæta við áfangastað. Kaffivélin verður að vera í lagi. Það er mjög skemmtilegt að segja frá því að stundum fæ ég að heyra „hva, eruð þið bara komnir?“, það er mjög gaman að heyra. Viðbragðstíminn er styttri og þjónustan er betri.

Hvað er mikilvægast?

Það er að geta brugðist hratt við, það er langmikilvægast. Maður sér nákvæmlega hver staðan er og getur komið hlutunum í ferli ef þörf er á, og svarað fyrirspurnum og þjónustubeiðnum hratt og vel. Það er líka aðhald í þessu, við vitum að ferðirnar eru skráðar og allt uppi á borðum. Hér eru allir að gera það sem þeir eiga að vera að gera.

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Ertu með tilvísun?

Þjónusta er okkur hjá Trackwell hugleikin, Guðjón, viðskiptastjóri Flotastýringarlausna og maðurinn sem veit allt um Flota skrifar: Flest fyrirtæki byggja á ábendingum og góðu umtali núverandi viðskiptavina. Þessar ábendingar geta orðið grunnur fjölda nýrra...

read more