Viðhaldsvöktun

Fáðu tilboð

Hverjar eru ykkar þarfir? Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig. Fáðu tilboð

Ný nálgun af viðhaldsvöktun fyrir ökutæki og vinnuvélar er að líta dagsins ljós hjá Flota. Undanfarið höfum við unnið að því að þróa þessa vöru í samstarfi við nokkra viðskiptavini okkar, hlustað á hvað þeim finnst nauðsynlegt og hvað þeim finnst óþarfi. Afraksturinn er einfalt og myndrænt viðhaldskerfi sem á sér enga hliðstæðu. Svo einfalt að það heyrir sögunni til að einungis sérfræðingarnir geti notað það.

Hugmyndin að þessari nýju nálgun fæddist hjá starfsmönnum Flota fyrir um þremur árum síðan. Hún byggir á þeim grunni að viðhaldsatriði og aðrar áminningar sem tengjast bílnum eða vinnuvélinni birtast í töflu. Þessi tafla tekur sjálfkrafa breytingum eftir því sem bætt er í hana eða eytt úr henni. Þegar tafla hefur verið fyllt út fyrir tæki sýnir hún á mjög einfaldan og myndrænan hátt hvaða viðhaldsliðir eru væntanlegir næst og með þessari sýn verður einfaldara fyrir notendur að átta sig á hvort von sé á að tækið verði stopp lengi og hvort það þurfi að bregðast við þessu stoppi á einhvern hátt.

screenshot_01_1

Fæstir viðskiptavinir okkar mega við því að tækin þeirra stoppi lengi í einu. Með þessu kerfi verður hættan á því mun minni og yfirsýnin líklega aldrei betri.

Nánari upplýsingar um um kerfið veitir Flota hópurinn í síma 5100600.

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Allt smurt og flotinn í lagi

Við vitum hversu mikilvægt er að sinna viðhaldi og ekki síst hjá fyrirtækjum sem eru með mörg ökutæki í sínum flota. Viðhaldsvöktun Flota tryggir að fyrirbyggjandi viðhald sé framkvæmt á réttum tíma og eykur þannig afkastagetu tækja og minnkar líkurnar á kostnaðarsömum stoppum vegna bilana. Viðhaldsvöktun Flota, hugbúnaður þróaður af... Lesa meira

Takk fyrir þátttökuna

Kæru Flota notendur, við þökkum kærlega fyrir þátttökuna í þjónustukönnuninni sem nú er lokið. Nú er verið að vinna úr niðurstöðunum en markmiðið með þessari könnun er fá álit ykkar notenda á hvernig við stöndum okkur og hvernig við getum bætt þjónustuna og kerfið í heild. Einn heppinn þátttakandi var... Lesa meira

Trackwell á Verk og vit 2018

Trackwell verður á  stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll 8.-11. mars að kynna Tímon og Flota fyrir gestum sýningarinnar.  Sýningin er haldin í fjórða sinn og er eins og áður tileinkuð byggingariðnaði, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, sjá verkogvit.is. Sýningin var síðast haldin árið 2016 og tókum við þá þátt í fyrsta... Lesa meira