Atvinnugreinar

Fáðu tilboð

Hverjar eru ykkar þarfir? Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig. Fáðu tilboð

Trackwell Floti hentar fyrir allar gerðir bíla og vinnuvéla. Bíleigendur í öllum geirum atvinnulífsins nota Flota til að auka nýtingu og draga úr rekstrarkostnaði ökutækja. Verðlagning tekur mið af fjölda ökutækja í flotanum, því getur Floti verið hagkvæm lausn jafnt fyrir litla flota sem stóra.

 

Allir viðskiptavinir sjá rauntíma staðsetningu ökutækja á korti með upplýsingum um hraða, stefnu og stöðu farartækis. Viðhaldsáætlunarkerfið og allar almennar skýrslur eru hluti af staðlaðri lausn sem viðskiptavinir geta nýtt sér.

Hér eru dæmi um nokkrar atvinnugreinar og hvernig þær nýta sér Flota lausnir.

Floti hentar vel fyrir fyrirtæki í farþegaflutningum.

Trackwell hefur hannað GPS tengdan leiðarlýsingarspilara sérstaklega til notkunar í langferðabílum. Viðeigandi hljóðskrár spilast sjálfkrafa þegar ekið er framhjá GPS hniti. Hljóðskrárnar eru geymdar á SD korti og því auðvelt að bæta við og uppfæra þær. Lýsingarnar geta verið á mörgum tungumálum og spilast þá t.d. hver af annarri.

Kerfið leysir af hólmi geisla- og MP3 spilara sem bílsjórar hafa séð um hingað til.

Virkni: Rauntímastaðsetning, saga, viðhaldskerfi, GPRS samskipti í bílinn, GPS leiðarlýsingarspilari og nýtingaskýrslur svo eitthvað sé nefnt.

Dæmi um viðskiptavini: Kynnisferðir, SBA Norðurleið, Austfjarðaleið

 • Bætir þjónustu við farþega
 • Eykur öryggi í umferðinni

Með Flota geta sölu- og þjónustustjórar verið í nánu sambandi við sitt fólk, fylgst með að fyrirtæki séu heimsótt, bætt nýtingu farartækja, aukið afköst og dregið úr kostnaði. Floti er sveigjanlegt kerfi og styður á auðveldan hátt við mismunandi þarfir.

Virkni: Rauntímayfirlit, viðkomuvöktun, stoppgreining, aksturslagsgreining og nýtingaskýrsla.

Dæmi um viðskiptavini: Würth, Tandraberg, BG Þjónusta, Kraftvélar.

 • Gott til að fylgjast heimsóknum og viðdvöl.
 • Þægilegt að hafa eftirlit með akstursleiðum.
 • Mikilvægt til að hafa áhrif á aksturslag.
 • Stuðlar að hærra þjónustustigi og meiri afköstum.
 • Skilvirkt verkfæri fyrir stjórnendur.

Floti er öflugt stjórntæki fyrir flotastjóra sem þurfa að halda utan um stóran flota sem fer um allt land árið um kring. Með tengingu við bíltölvuna er unnt að lesa raun eldsneytisnotkun og ekna vegalengd, brotið niður á hverja ferð fyrir sig.

Virkni: Viðkomuvöktun, útkeyrsla, eldsneytisnotkun, aksturslag, kostnaðargreining, nýting, samskipti, viðhaldsáætlunarkerfi.

Dæmi um viðskiptavini: Samskip/Landflutningar, Heimkaup.

 • Nákvæmari rekstrarupplýsingar
 • Bestun leiða
 • Betri nýtingatölur
 • Meira rekstraröryggi
 • Aukið öryggi í umferðinni

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Takk fyrir þátttökuna

Kæru Flota notendur, við þökkum kærlega fyrir þátttökuna í þjónustukönnuninni sem nú er lokið. Nú er verið að vinna úr niðurstöðunum en markmiðið með þessari könnun er fá álit ykkar notenda á hvernig við stöndum okkur og hvernig við getum bætt þjónustuna og kerfið í heild. Einn heppinn þátttakandi var... Lesa meira

Trackwell á Verk og vit 2018

Trackwell verður á  stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll 8.-11. mars að kynna Tímon og Flota fyrir gestum sýningarinnar.  Sýningin er haldin í fjórða sinn og er eins og áður tileinkuð byggingariðnaði, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, sjá verkogvit.is. Sýningin var síðast haldin árið 2016 og tókum við þá þátt í fyrsta... Lesa meira

Floti stækkar og stækkar

Síðasta ár gekk frábærlega hjá Flota og ekkert bendir til annars en að árið 2018 verði jafn gott eða betra. Floti óx og dafnaði og á árinu bættust við ýmsar viðbætur og lagfæringar sem eru kröfuhörðum og faglegum viðskiptavinum að þakka. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og... Lesa meira